Akureyri fær Gróttu í heimsókn í kvöld

Oddur Gretarsson kemur inn í lið Akureyrar í kvöld eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik.
Oddur Gretarsson kemur inn í lið Akureyrar í kvöld eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik.

N1-deild karla rúllar af stað að nýju í kvöld eftir stutta pásu með heilli umferð. Í Höllinni á Akureyri taka heimamenn á móti Gróttu kl. 19:00. Leikurinn er ansi mikilvægur fyrir Akureyri sem þarf nauðsynlega á sigri að halda til þess að snúa blaðinu við. Norðanmenn hafa ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð og hafa þrjú stig í sjötta sæti og þurfa tvo punkta úr leiknum í kvöld til þess að missa ekki efstu liðin of langt frá sér.

Grótta þarf að sama skapi á stigum að halda en Seltirningar eru á botni deildarinnar með eitt stig. Grótta er sýnd veiði en ekki gefinn en Akureyringar eiga þó að leggja þá að velli á eðlilegum degi.

„Það er bara svakalega mikilvægt að snúa við blaðinu í kvöld og er bjartsýnn á að það gangi upp,“ segir Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar.

Nánar er rætt við Atla Hilmarsson í Vikudegi sem kemur út í dag.

Nýjast