Akureyri áfram í Útsvari

Lið Akureyrar er komið áfram í Útsvari, spurningarkeppni Sjónvarpsins, eftir sigur gegn liði Kópavogs í kvöld, 67-58. Akureyrarliðið tók forystuna strax í upphafi og lét hana aldrei af hendi og er því komið áfram í aðra umferð. Lið Akureyrar var skipað þeim Birgi Guðmyndssyni, Hjálmari Brynjólfssyni og Hildi Eir Bolladóttur, en Hildur fór einmitt á kostum í leikræna spurningaliðnum og kostulegur leikur hennar gaf Akureyringum fullt hús stiga í þeim lið.

Nýjast