Akureyri á sterkt æfingamót í Þýskalandi

Akureyri Handboltafélag er nú á fullu að undirbúa sig fyrir komandi keppnistímabil í haust en deildarmeistararnir eru á leiðinni á sterkt æfingamót í Þýskalandi um miðja vikuna, dagana 20.-21. júlí.

Það verða sex lið sem taka þátt í mótinu en auk Akureyrar eru það þýsku Bundesliguliðin SC Magdeburg, MT Melsungen og TuS N Lübbecke,  svissneska liðið HC Kriens – Luzern og sænska stórliðið Ystad IF.

Liðin leika í tveimur riðlum. Í A riðli leikur Akureyri ásamt MT Melsungen og Ystad IF. Í B riðli eru SC Magdeburg, HC Kriens-Luzern og TuS N- Lübbecke.

Mótið kallast Internationales Klaus Miesner Gedenkturnier og er nú haldið í 22. sinn. Mótið fer fram í þýska bænum Ilsenburg. Leikirnir 2 x 30 mínútur og fara fram í Harzlandhöllinni.

Nýjast