Akureyrarfjör í fimleikum heppnaðist vel

Fyrri hluti Akureyrarfjörs í fimleikum var haldinn föstudaginn 13. mars í Glerárskóla.  Þar var keppt í þrepum drengja og 6. þrepi stúlkna í áhaldafimleikum. Einnig voru krýndir Akureyrameistarar drengja þar sem tekið var mið af framistöðu á mótum í vetur.

6. þrep stúlkna er undirbúningsþrep fyrir íslenska fimleikastigann og því er ekki valinn Akureyrarmeistari í þeim hóp.

Grunnhóparnir þreyttu einnig keppni og stóðu sig frábærlega, ekki voru veitt verðlaun fyrir sæti þar en allir fengu verðlaunapening fyrir þátttöku.
Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

Í 3. þrepi drengja

1. sæti Númi Kárason

2. sæti Haukur Svansson


Í 4. þrepi drengja

1. sæti Rúnar Unnsteinsson

2. sæti Stefán Njálsson

3. sæti Hafsteinn Svansson


Í 5. þrepi drengja

1. sæti Jón Smári Hansson

2. sæti Ögri Harðarson

3. sæti Bjarki Reyr Tryggvason


Í 6. þrepi Stúlkna


1. sæti Rakel Sjöfn Stefánsdóttir

2. sæti Hilma Ösp Áskelsdóttir

3. sæti Þórey Edda Þorleifsdóttir


Akureyrarmeistarar drengja eru:

3. þrep:  Númi Kárason

4. þrep:  Rúnar Unnsteinsson

5. þrep:  Jón Smári Hansson

Nýjast