Akureyrardætur styrkja Hjartavernd Norðurlands

Frá vinstri Þorlákur Axel Jónsson,  Snæbjörn Þórðarson, Þórdís Rósa Sigurðardóttir og Fanney Jónsdót…
Frá vinstri Þorlákur Axel Jónsson, Snæbjörn Þórðarson, Þórdís Rósa Sigurðardóttir og Fanney Jónsdóttir Mynd Akureyrardætur

 Akureyrardætur er hjólahópur kvenna sem vilja efla aðrar konur til að hjóla sér til gleði og heilsubótar, þær láta einnig vel til sín taka í hjólreiðakeppnum víðsvegar.  ,,Dæturnar“ afhentu í kvöld Hjartavernd Norðurlands fé sem safnast hefur úr tveimur styrktarsamhjólum sem félagsskapur Akureyrardætra stóð fyrir.  

Alls kr. 215.000.- sem kemur  Hjartavernd að góðum notum.

 Það voru þær Þórdís Rósa Sigurðardóttir og Fanney Jónsdóttir sem afhentu fulltrúum Hjartaverndar Norðurlands  þeim Þorláki Axel Jónssyni og Snæbirni Þórðarsyni upphæðina. Akureyrardætur þakka öllum sem styrkja málefnið með þátttöku í styrktarsamhjólum.


Athugasemdir

Nýjast