AKUREYRARBÆR STYRKIR VERKEFNASJÓÐ HA

Eiríkur Björn bæjarstjóri á akureyri og Eyjólfur rektor HA. Myndin er af vefnum akureyri.is
Eiríkur Björn bæjarstjóri á akureyri og Eyjólfur rektor HA. Myndin er af vefnum akureyri.is

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri undirrituðu í gær samning um styrk Akureyrarbæjar við Verkefnasjóð Háskólans á Akureyri.

Styrknum er ætlað að styðja við ráðstefnuhald eða meiriháttar samkomur, útgáfu og kynningarstarfsemi, menningarstarf eða annað sem stjórn sjóðsins telur falla að reglum hans.

Úthlutun úr verkefnasjóðnum er í höndum þriggja manna stjórnar sem skipuða er af háskólaráði. Heimilt er að láta verkefni sem unnin eru í samstarfi við Akureyrarbæ, t.d. vegna sameiginlegra kynningarmála eða ráðstefnuhalds, njóta forgangs við úthlutun.

Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri hafa í röskan áratug átt samstarf af þessu tagi. 

Nýjast