Akureyrarbær semur við Stefnu hugbúnaðarhús
Stefna hannar og setur upp nýja vefi þar sem sérstök áhersla verður lögð á að einfalda aðgengi með þægilegri, útsjónasamri forsíðu sem og útbúa öfluga leitarvél, sem mun auðvelda gagna- og upplýsingaöflun. Bundnar eru miklar vonir við þetta samstarf og segir Ragnar Hólm Ragnarsson, vefstjóri Akureyrarbæjar, að tímabært sé að endurskipuleggja veftré stjórnsýslusíðunnar www.akureyri.is og að þeir sem unnið hafi með Moya-kerfið beri því vel söguna og ljúki á það einróma lof. „Við höfum átt farsælt samstarf við Hugsmiðjuna um vefumsjónarkerfi frá 2002 en höfum nú sagt upp þeim samningi, enda erum við sannfærð um að Stefna sem er mjög vaxandi fyrirtæki á þessu sviði og hefur að bjóða góðar og notendavænar lausnir sem munu nýtast okkur vel. Því er heldur ekki að leyna að það er þægilegt að geta skipt við fyrirtæki hér á Akureyri. Við bindum vonir við að það geri alla samvinnu í vefsíðulausnum skilvirkari og fljótvirkari."