Akureyrarbær selur verkið Ferð eftir Tryggva Ólafsson

Stjórn Akureyrarstofu samþykkti á fundi sínum í gær, að taka tilboði Málverkasafnsins í verkið Ferð, eftir Tryggva Ólafsson, en það er í eigu bæjarins. Formlegt tilboð hljóðaði upp á 1,2 milljónir króna í peningum og að auki eftirprentanir eftir Tryggva.  

Stjórn Akureyrarstofu samþykkti jafnframt að andvirði sölunnar verði ráðstafað til kaupa á verkum eftir listamenn á Akureyri. Tilhögun þeirra kaupa verður ákveðin síðar.

Nýjast