Akureyrarbær sagður stórkostlegur áfangastaður

Ak­ur­eyri komst á lista breska fjöl­miðils­ins The Guar­di­an yfir 40 „stór­kost­leg­ustu“ áfangastaðina árið 2018. Kaupstaður­inn er þar í fé­lags­skap með borg­um á borð við Kaíró, Tbil­isi og Amster­dam. Frá þessu er greint á vef mbl.is.

Ak­ur­eyri, sem er fyrst á lista, er sögð vera vera frá­bær áfangastaður í sjálfri sér og góður byrj­un­ar­reit­ur fyr­ir ferðalög um landið. Auk þess er minnst á að veðurfarið sé betra en í höfuðborg­inni.

Blaðamaður The Guar­di­an seg­ir að miðbær kaupstaðar­ins sé full­ur af áhuga­verðum stöðum og nefn­ir hann út­sýnið úr kirkj­unni yfir fjörðinn. Þá nefn­ir hann einnig ná­lægð við Goðafoss, Mýt­vatn og Bjór­böðin.

Breska ferðaskrif­stof­an Super Break, sem stend­ur fyr­ir flug­ferðum frá Bretlandi beint til Ak­ur­eyr­ar í janú­ar og fe­brú­ar, hef­ur nú ákveðið að fljúga með farþega frá Bretlandi til Ak­ur­eyr­ar næsta sum­ar og sömu­leiðis næsta vet­ur 2018-2019. 

Nýjast