Akureyri komst á lista breska fjölmiðilsins The Guardian yfir 40 „stórkostlegustu“ áfangastaðina árið 2018. Kaupstaðurinn er þar í félagsskap með borgum á borð við Kaíró, Tbilisi og Amsterdam. Frá þessu er greint á vef mbl.is.
Akureyri, sem er fyrst á lista, er sögð vera vera frábær áfangastaður í sjálfri sér og góður byrjunarreitur fyrir ferðalög um landið. Auk þess er minnst á að veðurfarið sé betra en í höfuðborginni.
Blaðamaður The Guardian segir að miðbær kaupstaðarins sé fullur af áhugaverðum stöðum og nefnir hann útsýnið úr kirkjunni yfir fjörðinn. Þá nefnir hann einnig nálægð við Goðafoss, Mýtvatn og Bjórböðin.
Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem stendur fyrir flugferðum frá Bretlandi beint til Akureyrar í janúar og febrúar, hefur nú ákveðið að fljúga með farþega frá Bretlandi til Akureyrar næsta sumar og sömuleiðis næsta vetur 2018-2019.