Akureyrarbær kannar möguleika á persónukjöri
Bæjarráð Akureyrar hefur skipað bæjarfulltrúana Dagbjörtu Pálsdóttur, Guðmund Baldvin Guðmundsson og Sóleyju Björk Stefánsdóttur í verkefnahóp til að skoða mögulegar útfærslur á persónukjöri og hittist hópurinn á fyrsta fundi í síðustu viku. Persónukjör er ein af tillögum vinnuhóps sem Akureyrarbæjar setti á laggirnar og voru kynntar í fyrra.
Verkefni hópsins var að koma fram með tillögur um hvernig hægt sé að stíga virk og hröð skref í átt að íbúalýðræði og gagnsærri stjórnsýslu í
bænum.
Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa áður líst yfir áhuga á að skoða þann möguleika að taka upp persónukjör í næstu sveitastjórnarkosningum, vorið 2018.