Akureyrarbær hefur selt stórar húseignir við Dalsbraut

Einkahlutafélagið SMI ehf. (áður Smáratorg sem byggði Glerártorg) hefur keypt húsnæðið að Dalsbraut 1h og 1i, sem Akureyrarbær tók eignarnámi sl. vor vegna skipulags á Gleráreyrum. Bæjarráð samþykkti kaupsamninginn á fundi sínum í morgun og fer afhending eignarinnar fram nú um áramótin.  

Um er að ræða allt húsnæði sem nauðsynlegt var að taka eignarnámi,  (áður eignir Svefns og heilsu og Húsgögnin heim). Söluverðið er 245 milljónir króna, sem er sama og verð og eignarnámið hljóðaði upp á, ásamt áfföllnum kostnaði við húsið, samkvæmt upplýsingum Hermanns Jóns Tómassonar formanns bæjarráðs.   

Nýjast