Hætt við Airwaves-tónlistarhátíðin á Akureyri

Ásgeir Trausti var meðal listamanna sem komu fram á Airwaves á Akureyri í fyrra.
Ásgeir Trausti var meðal listamanna sem komu fram á Airwaves á Akureyri í fyrra.

Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin verður ekki haldin á Akureyri í ár eins og til stóð. Þetta staðfestir Ísleifur Þórhallsson hjá Sena Live við Vikudag. Eins og fram hefur komið gekk Sena Live frá kaupum á Airwaves-hátíðinni nýverið og mun sjá um rekstur hennar héðan af.

Tónlistarhátíðin var haldin bæði í Reykjavík og á Akureyri í fyrra í fyrsta sinn og þótti takast vel. Ísleifur segir í skriflegu svari til blaðsins að búið sé að stoppa sölu á miðum á Akureyri og þeir sem keypt hafi miða fá endurgreitt.

„Okkur þykir þetta miður en við munum eiga í fullu gangi með að ná rekstrinum í Reykjavík í lag fyrst áður en við getum farið að skoða aðra hluti. Vonandi gengur næsta hátíð vel og þá er hægt að skoða Akureyri aftur; auðvitað mjög gaman að geta verið með Airwaves þar. Við bara verðum fyrst að ná tökum á kjarnarekstrinum hér í Reykjavík og við vonum að Akureyringar sýni því skilning,“ segir Ísleifur.

Ice­land Airwaves verður hald­in dag­ana 7.-11. nóv­em­ber næstkomandi.


Athugasemdir

Nýjast