Áhyggjur í Fræðslu- og lýðheilsuráði

mth@vikubladid.is

„Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að byggja leikskóla á þessu svæði en fræðslu- og lýðheilsuráð vill að skipulagsráð hafi í huga við skipulagningu á svæðinu að ekki sé búið að útiloka stækkun á grunnskólanum og byggingu leikskóla ef þörf verður á í framtíðinni,“ segir Eva Hrund Einarsdóttir formaður fræðslu- og lýðsheilsunefndar.

Á fundi ráðsins lágu fyrir hugmyndir um staðsetningu hjúkrunarheimilis á svæðinu við Lögmannshlíð sem liggur í námunda við Síðuskóla. Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi kom á fundinn og kynnti breytingu á deiliskipulagi á lóð Síðuskóla.

Fræðslu- og lýðheilsuráð lýsti í framhaldinu yfir áhyggjum af framtíðarmöguleikum á stækkun Síðuskóla og byggingu nýs leikskóla á svæðinu vestan við Síðuskóla sérstaklega með hliðsjón af uppbyggingu Móahverfis segir í bókun ráðsins.


Athugasemdir

Nýjast