Áhyggjur af niðurskurði á framlögum til jöfnunar á námskostnaði

Bæjarráð Akureyrar lýsir áhyggjum af miklum niðurskurði á framlögum til jöfnunar á námskostnaði. Mikilvægt sé að tryggja jafnan aðgang allra að menntun óháð búsetu og með þessari tillögu sé þessum mikilvæga þætti grunnþjónustunnar ógnað.  

Bæjarráð leggur til að reglur um úthlutun styrkja til jöfnunar á námskostnaði verði endurskoðaðar þannig að þær nýtist þeim best þeim sem mest þurfa á þeim að halda. Á fundi bæjarráðs í morgun var lagt fram erindi frá Magnúsi Jónssyni sveitarstjóra á Skagaströnd og fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga í námsstyrkjanefnd þar sem hann meðal annars upplýsti um stöðu styrkja til jöfnunar á námskostnaði.

Nýjast