Áhuginn á Húsavík stóraukist

Húsavík
Húsavík

Áhugi á Húsa­vík hef­ur stór­auk­ist eft­ir að kvik­mynd­in Eurovisi­on Song Contest: The Story of Fire Saga kom út, föstu­dag­inn 26. júní síðastliðinni. Sé rýnt nán­ar í töl­ur á Google Trends má hins­veg­ar sjá að áhug­inn hef­ur auk­ist hvað mest á Íslandi þar sem leitað er í gríð og erg að Húsa­vík.

Kvik­mynd­in var tek­in upp á Húsa­vík og tóku marg­ir bæj­ar­bú­ar þátt í tök­un­um. Þegar töl­ur frá Google Trends eru skoðaðar fyr­ir síðustu 30 daga má sjá að áhug­inn á Húsa­vík hef­ur auk­ist mikið og náði hápunkti 28. júní. Þegar skoðað hvaðan þessi áhugi kem­ur er hann mest­ur frá Íslandi en einnig frá Möltu, Svíþjóð, Nor­egi og Norður Makedón­íu. Mbl.is greindi frá.


Athugasemdir

Nýjast