Áhrif nærsamfélagsins á ungar konur í sjávarbyggðum

Gréta Bergrún Jóhannesdóttir. Mynd/aðsend
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir. Mynd/aðsend

Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, hefur hlotið styrk úr Jafnréttissjóði til doktorsrannsóknar. Stefnt er að því að rannsóknin verði unnin undir stjórn Háskólans á Akureyri og hefjist í haust. Verkefnið fjallar um „áhrif nærsamfélagsins á ungar konur í sjávarbyggðum“ þar sem búseta og búferlaflutningar eru í forgrunni.

Gréta Bergrún býr á Þórshöfn þar sem hún starfar við rannsóknarsvið Þekkingarnets Þingeyinga. Skarpur sló á þráðinn til Grétu og forvitnaðist um verkefnið. „Verkefnið snýst um samfélagsáhrif á konur í íslenskum sjávarþorpum. Ég ætla að tala við einstaklinga, konur og karla í þessum þorpum en markmiðið er m.a. að skoða nánar hvað veldur því að í minni sjávarþorpum á Íslandi eru aðeins um 90 konur á hverja 100 karla. Eitthvað gerir það að verkum að þetta er ekki eins ákjósanlegur staður fyrir konur eins og karla,” segir Gréta.

Viðtalið má nálgast í heild sinni í prentútgáfu Skarps.

-Skarpur, 28. júní

Nýjast