Áhöfnin á fjölveiðiskipi Samherja hf., Vihelm Þorsteinssyni EA-11, safnaði hálfri milljón króna til góðgerðamála fyrir þessi jól sem skiptist milli þriggja aðila þetta árið. Mæðrastyrksnefnd Akureyrar fékk styrk að upphæð 300 þúsund, krónur, Líknarsjóðurinn Ljósberinn fékk 100 þúsund krónur og 100 þúsund krónum verður veitt til annarra málefna.
Með þessum stuðningi vilja skipverjar leggja sitt af mörkum til samfélagsins og til þess að sem flestir geti haldið gleðileg jól og notið jólahátíðarinnar sem best. Mæðrastyrksnefnd og Ljósberinn hafa unnið frábært starf í gengum árin og vitum við að þessir styrkir eiga eftir að koma sér mjög vel fyrir margar fjölskyldur á Eyjafjarðarsvæðinu, segir skipverjarnir á Vilhelm Þorsteinssyni. Þetta kemur fram á heimasíðu Þorgeirs Baldurssonar, thorgeirbald.123.is.