Akureyri Handboltafélag hafnaði í þriðja sæti á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta um helgina en alls kepptu fjögur lið á þessu æfingarmóti. Akureyri tapaði fyrir Haukum í fyrsta leiknum, 24:27 en vann svo nauman sigur á FH í næsta leik þar sem lokatölur urðu 34:33 fyrir AH. Norðanmenn steinlágu síðan gegn Valsmönnum í lokaleik sínum á mótinu en Valur sigraði örugglega, 25:16.
Valur og Haukar urðu jöfn að stigum í efsta sæti með fimm stig hvort og sama markahlutfall. AH kom þar á eftir í þriðja sæti með tvö stig og FH rak lestina án stiga í fjórða sætinu.