Ágúst Torfi ráðinn forstjóri Norðurorku

Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdstjóri landvinnslu Brims hefur verið ráðinn forstjóri Norðurorku hf á Akureyri. Ágúst var valinn úr hópi 36 umsækjenda um stöðuna og tekur hann við stöðunni fra Franz Árnasyni í september nk. Ágúst er 37 ára gamall vélaverkfræðingur og lauk mastersnámi við University of British Columbia í Kanada árið 2001.   

Ágúst hefur m.a. stundað rannsóknir í varmafræðum við University of British Columbia  og unnið hjá verkfræðistofu VGK m.a við verkefni  tengd orkuvinnslu og nýtingu. Frá árinu 2005 hefur Ágúst verið framkvæmdastjóri hjá Brim hf. þar sem hann hefur m.a.  stjórnað umsvifum félagsins við Eyjafjörð þar sem um 150 manns vinna að meðaltali. Ágúst er Akureyringur, kvæntur Evu Hlín Dereksdóttur verkfræðingi og eiga þau tvær dætur.

Norðurorka hf er orku- og þekkingarfyrirtæki sem stofnað var árið 2000 með sameiningu Hita- og Vatnsveitu Akureyrar og Rafveitu Akureyrar. Hlutverk Norðurorku er að sinna þörfum heimila og fyrirtækja á þjónustusvæði sínu með því að dreifa vatni, raforku og heitu vatni til viðskiptavina sinna.

Nýjast