Stjórn Jarðborana hefur ráðið Ágúst Torfa Hauksson forstjóra Norðurorku, sem nýjan forstjóra Jarðborana hf. Eins og fram kom á vef Vikudags í morgun, hefur Ágúst Torfi sagt upp starfi forstjóra Norðurorku. Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður stjórnar Norðurorku, segir að næstu skref verði rædd á stjórnarfundi, að loknum aðalfundi félagsins í dag. Í mínum huga er tvær leiðir í boði, að auglýsa starfið að nýju eða að ganga inn í það ráðningarferli sem við fórum í gegnum síðsumars. Geir segir að kosturinn við það sé sparnaður á tíma og peningum, auk þess sem margir gríðarlegir hæfir einstaklingar hafi sótt um stöðuna og komið til greina þegar Ágúst Torfi var ráðinn. Aðspurður um hvenær Ágúst Torfi láti af störfum hjá Norðurorku, segir Geir að það ráðist alfarið af því hvernig gangi að ráða nýja forstjóra. Við reynum að vinna þetta eins hratt og örugglega og við getum. Ágúst Torfi er með sex mánaða uppsagnarfrest og verður eins lengi og þurfa þykir við að koma nýjum forstjóra inn í starfið. Um það er fullt samkomulag, segir Geir.