Ágreiningi um framkvæmd verkfalls verður vísað til félagsdóms
Félag leikskólakennara hefur lýst því yfir að það muni beita öllum tiltækum ráðum til að knýja á um að farið verði eftir þeim einhliða viðmiðunarreglum sem stjórn félagsins hefur sent til stjórnenda leikskóla komi til verkfalls. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur mótmælt þeim reglum og því að stéttarfélag gefi stjórnendum sveitarfélaga bein fyrirmæli. Í ljósi þess að líkur eru á að leikskólakennarar grípi til aðgerða hefjist verkfall beinir samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga því til sveitarfélaga að þau skipuleggi starfsemi leikskóla þannig að forðast megi átök við verkfallsverði Félags leikskólakennara. Þar sem enn er ágreiningur er um framkvæmd verkfallsins mun samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga, ef til verkfalls kemur, vísa málinu til úrskurðar félagsdóms, segir í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.