Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ: Fjórir úr Þór í bann

Fjórir leikmenn úr Þór hafa verið dæmdir í eins leiks bann af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þessir leikmenn eru Ármann Pétur Ævarsson, Jóhann Helgi Hannesson, Matthías Örn Friðriksson og Þorsteinn Ingason. Þeir munu því allir missa af útileiknum með Þór gegn Leikni R. á laugardaginn kemur.

Þá fékk David Disztl, KA, eins leiks bann og missir hann af heimaleik KA gegn Víkingi frá Ólafsvík nk. laugardag.

Einnig voru þrír leikmenn Magna dæmdir í bann, þeir Eiríkur Páll Aðalsteinsson, Ingvar Már Gíslason og Þorsteinn Þorvaldsson (2 leikir).

Nýjast