María Guðmundsdóttir frá SKA sigraði á sínu öðru svigmóti í röð er hún bar sigur úr býtum á FIS-móti í Jolster í Noregi í morgun. María vann með þó nokkrum yfirburðum, líkt og í gær. Fleiri Íslendingar voru í eldlínunni í morgun. Erla Ásgeirsdóttir BBL varð í 8. sæti, Freydís Halla Einarsdóttir Reykjavík í 13. sæti, Erla Guðný Helgadóttir Reykjavík í 14. sæti, Thelma Rut Jóhannsdóttir Ísafirði í 16. sæti og Tinna Rut Haukdóttir Reykjavík í 17. sæti.
Sturla Snær Snorrason Reykjavík varð í 6. sæti í karlaflokki, aðeins einni sekúndu á eftir sigurvegaranum, Andra Árnasyni, sem keppir fyrir Svíþjóð. Katrín Kristjánsdóttir Akureyri og Brynjar Jökull Guðmundsson Reykjavík luku ekki keppni í dag.
Á morgun, föstudag, hefst þriggja daga mót í Voss þar sem keppt verður í svigi og stórsvigi.