Greinilegt er að mikið af myndefninu sem hann notar er frá Akureyri. Heimildarmyndin er um 50 mínútur að lengd og að sögn Anzins mun hann gera nokkur innslög til viðbótar um Ísland fyrir stöðina. Myndinni var mjög vel tekið og munu um 40% þeirra Slóvena sem voru á annað borð að horfa á sjónvarp á fimmtudaginn hafa verið að horfa á þennan þátt. Viðbrögð gagnrýnenda hafa einnig verið jákvæð og hefur myndin vakið mikla og jákvæða athygli á Íslandi og Íslendingum.
Myndina má sjá með því að smella hér