Afrakstur heimsóknar slóvenskra sjónvarpsmanna

“Ísland – kalt land á glóandi fjármálakolamola” er nafn á heimildarmynd sem slóvenska sjónvarpstöðin RTV sýndi á fimmtudaginn í síðustu viku.  Myndin greinir frá Íslandi almennt og fjallar auk þess sérstaklega um bankahrunið og viðbrögð landsmanna við því. Talað er við fjölmarga Íslendinga og blaðamaðurinn Bostjan Anzim sem vann myndina fór vítt um landið í efnisleit. Hann kom m.a. við hér á Akureyri og í Mývatnssveit og ræddi við fólk héðan.

 Greinilegt er að mikið af myndefninu sem hann notar er frá Akureyri. Heimildarmyndin er um 50 mínútur að lengd og að sögn Anzins mun hann gera  nokkur innslög til viðbótar um Ísland fyrir stöðina. Myndinni var mjög vel tekið og munu um 40% þeirra Slóvena sem voru á annað borð að horfa á sjónvarp á fimmtudaginn hafa verið að horfa á þennan þátt. Viðbrögð gagnrýnenda hafa einnig verið jákvæð og hefur myndin vakið mikla og jákvæða athygli á Íslandi og Íslendingum.

Myndina má sjá með því að smella hér

Nýjast