Afmælisráðstefna MNÍ í Háskólanum á Akureyri
Markmið félagsins er m.a. að sameina þessar skyldu fagstéttir, hafa samstarf við og stuðla að þróun í matvælafyrirtækjum, stuðla að aukinni menntun og eflingu vísindalegra rannsókna á sviði matvæla- og næringarfræða, vinna að umbótum í manneldismálum þjóðarinnar og leitast við að hafa áhrif á löggjöf varðandi starfssvið félagsmanna. Á vegum félagsins eru haldin fræðsluerindi og gefin út fréttabréf. Matvæladagur er ráðstefna sem haldin er árlega á vegum félagsins. Í tengslum við þann dag er gefið út ritið "Matur er mannsins megin".
Áhugasömum er velkomið að taka þátt í ráðstefnunni, sem haldin er í samvinnu við Sjávarútvegsmiðstöð HA og stendur frá kl. 10-16, í stofu M101. Ráðstefnugjald er 1.000.- krónur, innifalið er hádegisverður og kaffi.
Dagskrá:
10:00 - 10:15 Skráning og greiðsla gjalda
10:15 - 10:30 Ávarp og setning ráðstefnu. Herdís M. Guðjónsdóttir formaður MNÍ
10:30 - 11:00 Störf matvæla- og næringarfræðinga - hvað eru félagar MNÍ að fást við ? Sigríður Ásta Guðjónsdóttir
11:00 - 12: 00 Nám í matvælafræðum á Íslandi. Hugmyndir um samstarf milli skóla um slíkt nám. Staða námsins við HÍ og reynsla af fyrirkomulagi innan heilbrigðisvísindasviðs HÍ. Guðjón Þorkelsson Ingibjörg Gunnarsdóttir Hjörleifur Einarsson
12:00 - 13:00 Hádegisverður í mötuneyti HA
13:00 - 13:30 Hvernig nýttist mér nám í matvælafræði við Háskóla Íslands? Þóra Ýr Árnadóttir
13:30 - 14:00 Úttekt á námi í sjávarútvegsfræðum - aðferðir Sjávarútvegsmiðstöðvar HA. Hreiðar Þór Valtýsson
14:00 - 14:30 Matvælafræðingar í matvælaiðnaðinum. Sigurgeir Höskuldsson
14:30 - 14:45 Kaffihlé
14:45 - 15:45 Fræðsluerindi /kynningar rannsókna.
Fiskneysla ungs fólks og joðhagur. Ingibjörg Gunnarsdóttir
D-vítamín og fiskneysla. Laufey Steingrímsdóttir
15:45 - 16:00 Umræður og ráðstefnuslit