Aflið nýtir peningastyrk til útgáfu kynningarbæklings

Á Kvennadaginn 19. júní hittust talskonur Aflsins á Akureyri, samtökum gegn heimilis-og kynferðisofbeldi og formaður Ladies Circle klúbbs númer 1 og var tilgangurinn að afhenda Aflinu peningastyrk. Aflið mun nýta styrkinn til útgáfu kynningarbæklings sem er í bígerð og verður á 10 tungumálum.   

Með þessu móti getur Aflið lagt sitt af mörkum við að ná til sem flestra sem þurfa á aðstoð að halda.  Mjög mikil aukning hefur verið frá 2007 til 2008 eftir aðstoðs Aflsins eða 94% og enn meiri aukning er á árinu sem líður. Aflið sinnir forvörnum í grunn- og framhaldsskólum á Akureyri í fyrirlestraformi og er raunin sú að eftir hvern fyrirlestur bætist við einn þolandinn sem leitar eftir aðstoð hjá Aflinu. LC-1 klúbburinn er hluti af Ladies circle hreyfingunni, alþjóðlegum samtökum kvenna sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlegan skilning og vináttu.

Nýjast