Með þessu móti getur Aflið lagt sitt af mörkum við að ná til sem flestra sem þurfa á aðstoð að halda. Mjög mikil aukning hefur verið frá 2007 til 2008 eftir aðstoðs Aflsins eða 94% og enn meiri aukning er á árinu sem líður. Aflið sinnir forvörnum í grunn- og framhaldsskólum á Akureyri í fyrirlestraformi og er raunin sú að eftir hvern fyrirlestur bætist við einn þolandinn sem leitar eftir aðstoð hjá Aflinu. LC-1 klúbburinn er hluti af Ladies circle hreyfingunni, alþjóðlegum samtökum kvenna sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlegan skilning og vináttu.