Í dag, 16.desember, fékk Aflið, samtök gegn heimilis- og kynferðisofbeldi, styrk frá Eyjafjarðardeild vélsleðamanna á Íslandi, eða EyLíf eins og hún heitir. Eylíf hefur fyrir vana á árshátíð deildarinnar, að bjóða upp eitt og annað dót og er ágóðanum skipt í tvennt. Ljósberinn fær helminginn og hinn helminginn fær annar aðili sem vinnur að góðgerðarmálum og í ár varð Aflið fyrir valinu.
Styrkurinn kemur að góðum notum fyrir Aflskonur, það er mikið að gera sem endranær og var ljóst strax í sumar að það yrði enn meiri aukning frá því á síðasta ári. Aflskonur segja það alltaf jafn ómetanlegt að finna fyrir stuðningi frá samfélaginu og það gefur þeim drifkraft í að halda áfram starfi sínu. Það var Birkir Sigurðsson frá Eylíf sem afhenti Aflskonum styrkinn góða en með honum á myndinni eru Friðbjörg J Sigurjónsdóttir, Anna María Hjálmarsdóttir og Hrefna Björg Waage.