Afi fékk rangt barn heim með sér af leikskólanum

Akureyri
Akureyri

Afi barns á leik­skól­an­um Kiðagili á Ak­ur­eyri var fyr­ir mis­tök send­ur heim með rangt barn fyr­ir nokkr­um vik­um. Soffía Vagns­dótt­ir, fræðslu­stjóri Ak­ur­eyr­ar seg­ir að röð til­vilj­ana hafi leitt til þess­ar­ar hörmu­legu niður­stöðu.

RÚV greindi fyrst frá mál­inu á vef sín­um fyrr í dag. 

„Eins og gef­ur að skilja þá var þetta mik­il sjokk fyr­ir alla,“ seg­ir Soffía. Af­inn, sem er mikið fjar­ver­andi og hitt­ir barnið sjald­an, fór á leik­skól­ann til að sækja barna­barnið sitt.

Afinn fór hins veg­ar inn á vit­lausa deild og gaf þar upp nafn barns­ins sem hann ætlaði að sækja. Leik­skóla­kenn­ar­inn sem tók á móti hon­um heyrði hins veg­ar annað nafn, sem var líkt, og sótti barn sem af­inn taldi vera barna­barn sitt.

Af­inn fór síðan heim. Um hálf­tíma síðar kom amm­an heim og tók þá eft­ir því að barnið var ekki barna­barn þeirra hjóna. Þau fóru þá með barnið til baka á leik­skól­ann, en í millitíðinni hafði móðir barns­ins, sem er tveggja og hálfs árs gam­alt, komið að sækja það.

„Þetta var mik­il sorg og erfitt fyr­ir alla,“ seg­ir Soffía. Rætt hafi verið við bæði leik­skóla­starfs­menn og for­eldra, sem hafi tekið af­skap­lega vel á mál­inu.

At­vikið telj­ist engu að síður al­var­legt, enda segi regl­ur til um að hver sem er eigi ekki að geta gengið inn á leik­skóla og sótt hvaða barn sem er. „Í kjöl­farið var farið yfir alla ferla og ít­rekaðar all­ar regl­ur um það þegar börn eru sótt. Það er al­veg tryggt að við ger­um allt sem við get­um til að þetta ger­ist ekki aft­ur.“

 

 

Nýjast