Ævintýralegt sumar í Laxá í Aðaldal
Sumarvertíðin í Laxá í Aðaldal hefur verið með eindæmum góð í ár, þá sérstaklega á svæði sem kallast Nes eða Nesveiði.
„Þetta er búið að vera ævintýralegt sumar, við höfum aldri séð svona áður bæði í földa og stærð við erum komin á sjöunda tug af 100 cm fiskum eða stærri í sumar,” segir Árni Pétur Hilmarsson rekstraraðili Nes svæðisins.
Jón Helgi Björnsson er formaður Veiðifélags Laxár í Aðaldal og landeigandi á Laxamýri en hann kemur einnig að rekstri Laxárfélagssvæðisins svo kallaða. Hann tekur í svipaða strengi og Árni Pétur. „Það er óhætt að segja að segja að sumarið sé búið að vera gott, sérstaklega hvað varðar verulega stóra fiska þá er sumarið búið að vera óvenju gott,“ segir Jón Helgi og bætir við: „Við erum örugglega að nálgast 800 laxa alls.“
Hann bendir jafnframt á að talsvert meira af stóra fiskinum hafi veiðst í Nesi.
Mikið af stórum laxi
„Hún tók litla Peacock sem ég keypti kvöldið áður af fluguhnýtaranum á svæðinu honum Pétri gamla,“ sagði Elli Steinar, laxveiðimaður frá Akureyri sem krækti í 90 cm hrygnu á mánudag sem þætti víða stór fiskur. „Þetta er samt ekki stór fiskur miðað við marga aðra sem hafa verið að veiðast hér undanfarið,“ segir hann hæverskur og bætir við: „Það eru búnir að koma í hollinu hérna á tveimu dögum fjórir laxar yfir 20 pund og 100 cm.“ Hann sagði jafnframt að löndun hrygnunnar hafi farið friðsamlega fram og hún hafi verið komin á land á 10 mínútum.
Eiður Pétursson vélstjóri og laxveiðimaður frá Húsavík var staddur úti í miðri á þegar dagskráin.is náði af honum tali, en hann er einn þeirra sem bættist í tuttugu punda klúbb Laxár í Aðaldalá dögunum en eins og nafnið gefur til kynna komast í þann útvalda hóp veiðimann þeir sem landa tuttugu punda laxi eða stærri. „Núna er ég reyndar upp í Bárðardal með fjölda manns,“ sagði hann. Blaðamaður vildi vita hvað hann væri búinn að lanada mörgum löxum í sumar: „Maður telur þetta ekki þannig, þetta snýst ekki um hausatölu. Það hefur bara veiðst vel og fskar verið vænir,“ sagði Eiður.
Til marks um það hvað mikið hefur veiðst af stórlaxi í sumar þá gerði hinn þjóðkunni trúbador og vísna söngvari Bubbi Morthens sér lítið fyrir og landaði þremur tuttugu punda eða stærri á einni og sömu vaktinni fyrir skemmstu.
-epe