Helena Eyjólfsdóttir er landsmönnum góðkunn en hún söng sig inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar sem barn og hefur gert ófáar dægurlagaperlurnar ógleymanlegar á löngum ferli sem söngkona. Helena segist vera óhrædd við að ögra sjálfri sér og takast á við nýjar áskoranir. Hún ætlar að enda söngferilinn með stæl og gefa út sólóplötu sem verður fyrsta platan sem hún syngur inn á í 36 ár.
Vikudagur kíkti í heimsókn til Helenu en nálgast má ítarlegt viðtal við söngkonuna í prentútgáfu blaðsins.
-Vikudagur, 5. maí