Æskilegt að endurnýja gamlan búnað á Akureyrarvelli

Akureyrarvöllur. Mynd: Hörður Geirsson.
Akureyrarvöllur. Mynd: Hörður Geirsson.

Málefni Akureyrarvallar voru til umfjöllunar á síðasta fundi íþróttaráðs en stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísaði erindi frá KA um búnaðarkaup fyrir Akureyrarvöll til ráðsins. Íþróttaráð telur æskilegt að endurnýja gamlan og slitinn búnað á Akureyrarvelli og óskar eftir því við stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar að leggja allt að 5 milljónir króna í verkefnið.

Íþróttaráð vill að skoðað verði með samnýtingu véla og tækja sem notuð eru við slátt og umhirðu knattspyrnuvalla KA og Þórs og golfvöll Golfklúbbs Akureyrar. Ráðið samþykkti að fela Nóa Björnssyni formanni íþróttaráðs og Erlingi Kristjánssyni fulltrúa B-lista að vinna að tillögu um slíka samnýtingu í samvinnu við KA, Þór og Golfklúbb Akureyrar og skila tillögum fyrir lok janúar 2012.

 

Nýjast