„Aðstoðin fer í það að borga hærri vexti”
Fyrstu viðbrögð ASÍ vegna fyrirhugaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum ungs fólks eru blendin.
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir tillögur ríkisstjórnarinnar um aðstoð við ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð ekki nægjanlega vel útfærðar. Hann furðar sig á því að fólki standi ekki í boði að velja hagstæðari lánskjör með minni greiðslubyrði. Hann segist ekki skilja rökin fyrir því að nota skattahvata til að fá ungt fólk til að velja óhagstæðari lánskjör. Aðstoðin fer í það að borga hærri vexti sem er einkennilegt.
Henný Hinz hagfræðingur ASÍ segir stuðning við ungt fólk sem er að kaupa sínu fyrstu íbúð tímabæran. Sú leið sem boðuð er gagnist hins vegar ekki öllum og síst þeim sem standa veikum fótum fyrir, þeim sem eiga lítið sem ekkert eigið fé og eru á lágum launum. Þvert á móti virðist þetta vera aðgerð sem gagnist helst tekjuháu fólki segir Henný. Þeir sem eru á lágum launum eru ekki líklegri eftir þessa aðgerð til að standast greiðslumat en það er þröskuldur sem ekki sé ljóst hvernig stór hópur ungs fólks á að komast yfir í dag