Erlendum ferðamönnum hefur heldur fjölgað í hópi safngesta en ekki síður Íslendingum, og segir Arndís að svo virðist sem safnið eigi sérstakt erindi við samtímann og þá stöðu sem íslenskt samfélag er í um þessar mundir. "Já safnið er heitt meðal íslenskra ferðamanna og það held ég megi kannski rekja til þessarar hugmyndar um sjálfbært samfélag, og að Íslendingar geti og þurfi að framleiða sig út úr vandanum," segir Arndís. Þar vísar hún til þess að á Iðnaðarsafninu er að finna stórmerka sögu um innlenda iðnaðarframleiðslu sem stóð með miklum blóma og var gríðarlega umfangsmikil og fjjölbreytt sérstaklega hér á Akureyri. "Þá eins og nú bjuggu menn við ýmis gjaldeyrishöft og hér á safninu er hægt að sjá hvernig brugðist var við slíku," segir Arndís. Safnið er opið alla daga í sumar frá kl 13. 17.