Grímseyingar kalla eftir bættri salernisaðstöðu vegna fjölda ferðamanna sem væntanlegir eru til eyjunnar í sumar. Málið var til umræðu á síðasta fundi hverfisráðsins í Grímsey og þar kom fram að aðeins sé eitt klósett fyrir almenning og er það í Galleríinu.
„Nú í ár koma hátt í 40 skemmtiferðaskip til Grímseyjar, auk allra þeirra ferðamanna sem koma með ferju eða flugi. Það er brýn nauðsyn að bæta hérna salernismál. Galleríið er pínulítið og getur ekki tekið á móti mörgum í einu og er þetta mikið álag á húsnæðið.
Einnig eru tvö klósett á veitingastaðnum og finnst okkur í Grímsey ekki hægt að bjóða eigandanum upp á það að beina þeim ferðamönnum þangað sem ekki eru viðskiptavinir staðarins,“ segir í fundargerð.