Aðeins 3% af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á Norðurland eystra

Dettifoss. Mynd: Þráinn Ingólfs
Dettifoss. Mynd: Þráinn Ingólfs

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála, menningar- og viðskiptaráðherra úthlutaði nýverið úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2022.  54 verkefni hlutu styrki og voru þar einungis tvö verkefni af Norðurlandi eystra. Greint er frá þessu á vef SSNE

Að þessu sinni er úthlutunin rúmlega 584 milljónir króna en hæsti einstaki styrkurinn er 55 milljónir kr. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Mikill árangur hefur náðst í starfi sjóðsins í að bæta innviði um land allt og auka getu svæðanna til að taka á móti ferðamönnum en áhuga vekur skipting fjármagns eftir landshlutum.  Enn virðist stór hluti fjármagns rata á Suðurlandið þrátt fyrir háværar raddir um betri dreifingu ferðamanna um landið.  Ætla má með auknu millilandaflugi um Akureyrarflug að fjöldi ferðamanna aukist á svæðinu og þá er vissara að innviðir ferðaþjónustunar geti tekið við þeim. 

 


Nýjast