Abercrombie & Kent styðja við Hvalasafnið

Jan Aksel Klitgaard tók við styrknum.
Jan Aksel Klitgaard tók við styrknum.

Bandaríska ferðaskrifstofan Abercrombie & Kent afhenti Hvalasafninu í dag styrk úr góðgerðasjóði sínum að fjárhæð 7.000 dollara eða tæplega 1 milljón króna.  Þetta er fjórða árið í röð sem ferðaskrifstofan velur að styrkja safnið. Á síðasta ári var styrkurinn notaður til uppbyggingar á steypireyðargrindinni á safninu og í ár verður styrkurinn notaður til áframhaldandi vinnu við steypireyðarsýninguna. Við afhendingu styrksins í Hvalasafninu í dag voru um 170 gestir mættir á vegum ferðaskrifstofunnar.  Gestirnir komu til Húsavíkur með skemmtiferðaskipinu Le Boreal.  

Nýjast