Atli Ásmundsson, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, mun verða með erindi í máli og myndum á Akureyri á morgun laugardag, sem hann kallar: Á slóðum Vestur-Íslendinga í Manitoba. Atli hefur kynnst fjölda af áhugaverðu fólki af íslenskum ættum í Manitoba á þeim átta árum sem hann hefur starfað sem aðalræðismaður þar. Hann var með svipaðan fyrirlestur í vestmannaeyjum fyrir skömmu og var þar húsfyllir og góður rómur gerður að máli Altla. Það eru Þjóðræknisfélagið og utanríkisráðuneytið standa að þessu erindi og kynningarfundi kynningarfund í Amtbókasafninu á Akureyri laugardaginn 31. mars n.k. sem hefst kl. 14.00. Þá mun Almar Grímsson fv. forseti ÞFÍ kynna starfsemi og hlutverk Þjóðræknisfélagsins.
Kvennakór Akureyrar sem áformar söngferð á slóðir Íslendinga í Vesturheimi mun syngja í upphafi og lok fundarins. Allir áhugasamir Akureyringar um tengsl,sögu og menningu vestur - Íslendinga í Kanada eru hvattir til að mæta. Aðgangur er ókeypis