Samhliða fundinum munu 23 fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu - verkfræðistofur, innlend iðnfyrirtæki, innflutningsaðilar, hugbúnaðarfyrirtæki, innheimtuþjónustur og fleiri. Vorfundur Samorku er haldinn á þriggja ára fresti og er nú haldinn í sjötta sinn. Fundirnir hafa ávallt verið haldnir á Akureyri. Áhersla er lögð á að örva og hvetja til faglegrar samvinnu orku- og veitufyrirtækja um tæknileg málefni, öryggismál og fleira, í því skyni að auka gæði þjónustunnar, ásamt því sem fjallað er um starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja.