Ávörp við skólasetninguna flytja Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Björn Gunnarsson, skólastjóri RES. Skólinn er einkarekin mennta- og vísindastofnun sem byggir starfsemi sína á forystu Íslendinga á sviði orkumála. Boðið er upp á eins árs alþjóðlegt meistaranám (MSc) í vistvænni orkunýtingu, auk leiðtogaskóla og sumarnámskeiða með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa.