Á annað hundrað þúsund gesta heimsótt Hof
Vel á annað hundruð þúsund gesta heimsóttu Hof í vetur til að sækja einhvern þeirra fjölmörgu viðburða sem þar
hafa farið fram. Á dagskránni hafa verið tónleikar, leikrit, myndlistasýningar, ráðstefnur. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir
framkvæmdastjóri Hofs segir það ljóst að tilkoma hússins hafi verið kærkomin og þörf viðbót við þá
aðstöðu sem fyrir er á Norður- og Norðausturlandi til viðburðahalds, hvort sem um er að ræða menningarviðburði, fundi eða
ráðstefnur. „Fyrsta starfsárið hefur svo sannarlega staðið undir væntingum og bókanir fyrir næsta starfsár benda til að ekkert
lát sé á eftirspurninni.“undir, málþing, fjölskyldumorgnar og margt margt fleira.
Ingibjörg segist ekki óttast að tilkoma Hörpu ógni starfsemi Hofs á nokkurn hátt. „Ég sé fyrst og fremst tækifæri
sem felast í tilkomu Hörpu og við finnum nú þegar fyrir því í Hofi að viðburðahaldarar sem hafa hug á að nýta sér
aðstöðu í Hörpu vilja einnig koma í Hof.“Næsta vetur verða fjölmargir spennandi viðburði á dagskrá í
Hofi, tónleikar, leiksýningar, kvikmyndasýningar, myndlistarsýningar og margt fleira. Nýjung í Hofi næsta vetur eru áskriftarkort Hofs þar
sem gestir geta geta valið á milli þeirra fjölbreyttu viðburða sem verða á dagskrá. Þrjár tegundir áskriftarkorta verða til
sölu í haust, Klassíska kortið, Brot af því besta og Dúndur. Á hverju korti verða þrír fastir viðburðir og einn
valviðburður. Vetrardagskráin hefst á Akureyrarvöku með 60 ára afmælistónleikum Björgvins Halldórssonar. Samstarf við
Kvikmyndaklúbb Akureyrar og Bíó Paradís verður um sýningar á klassískum kvikmyndum. Silfurtunglið, leikhópurinn sem setti upp
Hárið, setur upp söngleikinn Spamalot eftir félagana úr Monty Python genginu,sem slegið hefur í gegn í Bretlandi.
Skálmöld rokkar í Hofi og í október verður Páll Óskar gestur Jóns Ólafssonar í
spjalltónleikaröðinni Af fingrum fram.