Á að veiða og sleppa eða á að sleppa því að sleppa?

Þórólfur Antonsson frá Veiðimálastofnun verður með eldfimt og fróðlegt erindi, á fundi hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar í Amarohúsinu í kvöld kl. 20.00. Hann fjallar um orsakir mismunandi veiði í Hofsá og Selá í Vopnafirði síðustu árin. Á að veiða og sleppa eða á að sleppa því að sleppa? Þórólfur tók saman langtímagögn úr þremur Vopnfirskum ám til að grennslast fyrir um orsakir mismunandi veiði í þeim. Meðal ályktana sem hann dregur af þeirri samantekt er að mögulega sé til ákveðinn kjörfjöldi af hrygningarfiski í hverri á og því geti verið til óþurftar að sleppa fiski.

Nýjast