Kristján Sturluson á Akureyri er annálaður áhugamaður um enska boltann og jafnframt harður stuðningsmaður Wycombe Wanderers sem spilar í neðstu deildinni á Englandi. Liðið er ekki beint það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar enski boltinn ber á góma en Kristján tók ástfóstri á liðinu á unglingsárum.
Í nýjasta tölublaði Vikudags sem kom út í gær er rætt við Kristján um þennan einstaka áhuga sinn á Wycombe.