87. þáttur 27. júní 2013

Hafa gaman af - og þykja gaman að

 

Notkun forsetninga er vandasöm í íslensku, eins og raunar öðrum þeim tungumálum sem á annað borð hafa forsetingar í málkerfi sínu. Eitt dæmi um vandasama notkun forsetninga eru orðasamböndin að hafa gaman af og þykja gaman . Algengt er að fólk ruglar þessu saman og segir: hafa gaman * einhverju og þykja gaman *af einhverju. Hið rétta er að segja: að hafa gaman af einhverju og þykja gaman einhverju. Gott er að endurtaka þrisvar sinnum: (1) hafa gaman af, (2) hafa gaman af, (3) hafa gaman af  - og (1) þykja gaman , (2) þykja gaman , (3) þykja gaman .

 

Notkun forsetninga með örnefnum er einnig nokkuð á reiki. Algengast mun orðið að tala um að dveljast á Hrauni í Öxnadal, þar sem Jónas skáld Hallgrímssonar fæddist árið 1807. Áður mun hafa verið algengara að segja: „Hann býr í Hrauni í Öxnadal.” Flestir tala nú um að fólk búi á Húsavík á Tjörnesi en fyrrum var talað um að búa í Húsavík á Tjörnesi - og enn er sagt í Húsavík eystra. Eftirtektarvert er því að örnefni sem enda á -vík, taka sum með sér forsetninguna á en önnur forsetninguna í. T.a.m. er sagt: í Aðalvík, í Atlavík, í Básavík, í Bolungavík, í Breiðavík, í Gautavík, í Helguvík, í Herdísarvík, í Hælavík, í Jórvík, í Kaldbaksvík, í Keflavík, í Ólafsvík, í Reykjavík, í Saltvík, í Sandvík, í Sigluvík, í Straumsvík, í Súðavík, í Trékyllisvík, í Vatnsvík, í Vöðlavík og í Þernuvík. Hins vegar er sagt: á Breiðdalsvík, á Dalvík, á Grenivík  og á Hólmavík og á Húsavík, en hvort tveggja mun nú notað um Súðavík og Bolungavík. Í Íslendingabók Ara fróða er sagt að Ingólfur maður norrænn er sannliga er sagt að færi fyrstur úr Noregi byggði suður í Reykjarvík. Í Landnámabók segir að hann hafi tekið sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu komið á land komið - og bjó í Reykjarvík. Þarna hefur því engin breyting orðið á. En hvað ræður notkun forsetninganna tveggja er óvíst.

 

Baldvin Bergvinson Bárðdal, sem fæddur í Sandvík í Bárðardal 1859, var kennari víða og skólastjóri í Bolungavík, amtsbókavörður í Stykkishólmi og síðustu æviár sín bæjarpóstur á Sauðárkróki, þar sem hann lést 1937, orti eftirfarandi vísu sem felur í sér leik með hið margræða orð egg:

 

Bóndinn sem að býr á Egg,

brýnir ljá og hvessir egg,

fór á háa fjallsins egg

og fann þar dávæn smyrils egg.

 

Tryggvi Gíslason

tryggvi.gislason@simnet.is

 

Nýjast