831 skora á Bónus og Krónuna að huga að Húsavík

Eins og áður hefur verið um fjallað í Skarpi, þá gekkst baráttuhópur um bætta matvöruverslun á Húsavík fyrir undirskriftasöfnun dagana 21. júlí til 1. ágúst með eftirfarandi texta:
„Við undirrituð, íbúar á Húsavík og nágrenni, skorum á forsvarsmenn Bónuss og Krónunnar að íhuga alvarlega að opna verslun í bænum. Við búum nú við samkeppnislausan matvörumarkað og því er mikil þörf fyrir nýjan aðila inn á svæðið sem hefur metnað og burði til að veita góða og faglega þjónustu.“
Einn úr hópnum, Hlífar Karlsson, sagði þá m.a. um söfnunina: “Ég tek skýrt fram að Nettó er í sjálfu sér ágætis verslun og ekkert út á starfsfólkið þar að setja sem vinnur sín störf með miklum ágætum við afar erfiðar aðstæður. Málið er bara að húsnæðið er alltof lítið, m.a. vegna þess að “túristaverslunin”
Krambúðin þjónar hvorki túristum nér bæjarbúum að neinu gagni, einkum vegna verðlagsins þar, þannig að nánast allir þyrpast í Nettó.”
Undirskriftalistar lágu frammi í flestum verslunum og bensínstöðvum á Húsavík. Var þessu framtaki tekið með fádæmum vel og án efa hafa ekki áður jafn margir á umræddu svæði ritaðnöfn sín undir áskorun Þannig skrifuðu 831 íbúi Húsavíkur og nágrennis undir þessa áskorun og verður henni komið til forsvarsmanna Bónuss og Krónunnar hið fyrsta. JS
-Skarpur, 11. ágúst