82 % vilja flugvöll áfram í Vatnsmýri

Samkvæmt nýrri könnun Gallup vilja 82 % þjóðarinnar að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gærkvöld. Stuðningur við óbreytta staðsetningu hefur aukist verulega á undanförnum árum, fyrir átta árum vildu 55 % þjóðarinnar hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Búseta skptir máli, þegar afstaða fólks er könnuð. Stuðningurinn á landsbyggðinni er yfir 90 %.

Nýjast