80 milljónir í styrki

„Vaxtarsamningurinn er á milli ríkisins og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og núgildandi samningur er að renna út. Mér sýnist að hátt í þrjátíu verkefni hafi verið styrkt á þeim tveimur árum sem samningurinn hefur verið í gildi, þannig að ég segi hiklaust að hann hafi eflt nýsköpun á svæðinu,“ segir Baldvin Valdemarsson verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar.

Meginmarkmið Vaxtarsamnings Eyjafjarðar er að auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Baldvin segir þegar búið að veita um 80 millj. króna til mismunandi verkefna, nú séu til ráðstöfunar um 15 milljónir króna.

Næsta úthlutun er í undirbúningi, umsóknarfrestur um styrkveitingar rennur úr 20. september.

Nýjast