Sjötíu og þrír nemendur brautskráðust frá Verkmenntaskólanum á Akureyri við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi s.l föstudag.
Brautskráningarnemar koma af mörgum og ólíkum námsbrautum skólans, bæði í starfsnámi og bóklegu námi til stúdentsprófs. Af stúdentsprófsbrautum voru nemendur brautskráðir af félags- og hugvísindabraut, fjölgreinabraut, íþrótta- og lýðheilsubraut, listnáms- og hönnunarbraut – myndlistarlínu, náttúruvísindabraut og viðskipta- og hagfræðibraut. Einnig voru brautskráðir stúdentar sem hafa lokið viðbótarnámi eftir starfsnám. Í starfsnámi voru brautskráðir sjúkraliðar, húsasmiður, stálsmiður, kjötiðnaðarmaður, rafeindavirkjar og matartæknar. Þá voru brautskráðir heilsunuddarar, félagsliði og iðnmeistarar.
Benedikt Barðason var nú að brautskrá fyrsta námshópinn í Hofi eftir að hann tók við stöðu skólameistara VMA 1. ágúst sl. Raunar leysti hann Sigríði Huld af í námsleyfi hennar sem skólameistari skólaárið 2019-2020 og brautskráði nemendur í desember 2019 og í maí 2020. Vegna COVID-faraldursins, sem hófst í mars 2020, var vorbrautskráningin með óhefðbundnum hætti í Gryfjunni, samkomusal skólans.
Heimasíða VMA sagði frá