71,8% íbúa Reykjavíkur vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri
Samkvæmt könnun MMR fyrir Hjartað í Vatnsmýri eru 87,2% sjálfstæðismanna í Reykjavík fylgjandi því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Stuðningur skiptist svo eftir flokkum:
B: Framsóknarflokkinn 89,2%
D: Sjálfstæðisflokkinn 87,2%
S: Samfylkinguna 44,9%
V: Vinstrihreyfinguna 65,1%
A: Bjarta framtíð 62,6%
Þ: Pírata 46,3%
Könnun MMR leiðir í ljós að 71,8% íbúa Reykjavíkur vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri.
Könnunin fór fram dagana 9. til 11. september 2013. 87% aðspurðra íbúa í Reykjavík tóku afstöðu. Spurt var: "Vilt þú að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?". Meðfylgjandi eru niðurstöður fyrir sveitarfélagið Reykjavík.