60 ára gömul tré rifinn niður vegna framkvæmda við Sundlaug Akureyrar

Meira en hálfrar aldar gömul tré voru rifinn niður við Þingvallarstrætið og eru skiptar skoðanir um …
Meira en hálfrar aldar gömul tré voru rifinn niður við Þingvallarstrætið og eru skiptar skoðanir um ágæti þess. Mynd/Þröstur Ernir

Sextíu ára gömul tré sem stóðu meðfram Þingvallarstræti á Akureyri hafa verið felld vegna framkvæmda við endurbætur á Sundlaug Akureyrar sem nú standa yfir. Pétur Halldórsson hjá Skógræktinni segir málið alvarlegt. „Þarna voru felld sextíu ára gömul tré án þess að um það yrði nein umræða. Ég veit ekki til þess að nágrannarnir hafi verið spurðir, hvað þá óbreyttir bæjarbúar. Þessi tré veittu mikið skjól og gerðu svæðið mjög hlýlegt. Svona gömul tré verða ekki endurheimt nema bíða í önnur sextíu ár," segir Pétur.

Nánar er fjallað um málið í prentúgáfu Vikudags.


Athugasemdir

Nýjast