6 % konur , 94 % karlar

Frá Akureyri/mynd Hörður Geirsson
Frá Akureyri/mynd Hörður Geirsson

Samkvæmt álagningarskrá fyrir síðasta ár voru 227 einstaklingar á Akureyri með 1,2 milljónir króna eða meira í laun á mánuði, en árið á undan voru um 250 einstaklingar með þau laun á mánuði. Þetta kemur fram í úttekt Vikudags, sem birt var í síðasta blaði. Aðeins þrettán konur eru á þessum lista, eða 6 % þeirra sem eru með 1,2 milljónir króna í laun á mánuði.

Skýringarnar á þessu geta verið margvíslegar. Einkennandi er fyrir listann að hann virðist tengjast sjávarútvegi, sjómennsku eða útgerð. Sá sem er með 1,2 milljónir króna í laun á mánuði, þarf að greiða um 2 milljónir króna í útsvar, sem rennur til bæjarfélagsins.

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast